Coca Cola ekki lengur verðmætast

Coca Cola vörumerkið er ekki lengur það verðmætasta í heimi, …
Coca Cola vörumerkið er ekki lengur það verðmætasta í heimi, samkvæmt úttekt Interbrand. AFP

Coca Cola er ekki lengur verðmætasta vörumerki heims, heldur dettur niður í þriðja sæti eftir 13 ár á toppnum. Það er Apple sem sest í efsta sætið og er verðmetið á 98,3 milljarða Bandaríkjadali, en þar á eftir kemur Google. Þetta kemur fram í nýrri úttekt markaðsráðgjafafyrirtækisins Interbrand, en hingað til hafði Coca Cola verið í efsta sæti síðan listinn var fyrst kynntur.

Apple komst fyrst á lista Interbrand árið 2000 og var þá í sæti 36 og var verðmetið á 6,6 milljarða Bandaríkjadali. Þrettán árum seinna er verðmætið búið að margfaldast og er nú metið á 98,3 milljarða.

Hástökkvarinn þetta árið var Facebook, en vörumerkið er verðmetið á 7,7 milljarða og er í 52. sæti. Hækkaði virði þess um 43% milli ára. Önnur vörumerki sem hækkuðu mikið milli ára eru Google, Prada, Apple og Amazon, en tæknifyrirtæki eru fyrirferðamikil á listanum.

Tæknifyrirtækin sterk

Af tíu verðmætustu vörumerkjunum eru sjö tæknifyrirtæki, en þrátt fyrir góðan árangur hjá flestum slíkum fyrirtækjum eru einnig nokkur sem lækkuðu. Þannig hurfu Blackberry og Yahoo! út af listanum, meðan Nokia lækkaði um 57%, sem er mesta lækkun á fyrirtæki frá því að listi Interbrand var fyrst gefinn út. Þá fóru Nintendo niður um 14% og Dell um 10%. 

Flest öll tískumerki styrktu stöðu sína á listanum og hækkaði Louis Vuitton um 6% og stendur í dag í 17. sæti. Hermes hækkaði um 23% og er í 54. sæti og Burberry um 20% í 77. sæti.

Fjármálafyrirtækin virðast einnig vera að styrkja sig aftur, en flest öll þeirra hækkuðu sig milli ára. Þannig er HSBC bankinn í 32. sæti og hækkaði um 7% milli ára og Goldman Sachs hækkaði um 12% og situr í 44. sæti.

Listann má sjá í heild hér.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK