Bandarískt fyrirtæki kaupir Marport

Óskar Axelsson fer fyrir Marporti hér á landi.
Óskar Axelsson fer fyrir Marporti hér á landi.

Bandaríska fyrirtækið Airmar hefur nú keypt starfsemi og rekstur Marports. Rekstur Marports verður áfram með svipuðu sniði. Þróun og vinnsla á hugbúnaði verður áfram hér á landi og söluskrifstofur verða áfram reknar með sama hætti. Þetta kemur fram á fréttamiðlinum kvótinn.is.

Marport er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum, en það framleiðir veiðarfæraskynjara og hugbúnað sem þeim fylgir í brú. Aimar er aftur á móti stærsti framleiðandi á botnstykkjum í heiminum og hefur gegnum árin verið stærsti birgir Marports.

Óskar Axelsson, mun áfram vera við stjórnvölinn hjá Marporti, en hann segir að fjárfestingar í nemum sem ætlaðir voru hernaði hafi dregið úr mætti sjávarútvegsdeildarinnar. Nú verði hins vegar aftur sett aukin áhersla á sjávarútveginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK