Of mikið gert úr áhrifum kolkrabbans

Of mikið var gert úr áhrifum kolkrabbans í íslensku atvinnulífi á seinni hluta síðustu aldar, meðal annars vegna mikilla ítaka samvinnuhreyfingarinnar og ríkisvaldsins. Þetta segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands. Í morgun hélt hann fyrirlestur undir fyrirsögninni „Réð Kolkrabbi atvinnulífi á Íslandi fram undir lok 20. aldar? Og hvað tók þá við?“ 

Fór hann þar yfir hugtakið kolkrabba í tengslum við viðskiptaveldi og sagði það fyrst hafa komið frá Bandaríkjunum og Ítalíu þar sem það var notað um einokunarkapítalisma og mafíustarfsemi. Seinna hafi íslenskir blaðamenn byrjað að nota það um starfsemi athafnarmanna hér á landi sem tengdust Halldóri H. Jónssyni.

Hann sagði allt of mikið gert úr áhrifum þessa hóps, þó hann hafi engu að síður verið áhrifamikill. Segir hann að hér hafi bæði samvinnuhreyfingin og ríkisrekstur verið það mikil að völd hópsins hafi bliknað í samanburðinum. Þá hafi útgerðarfyrirtækin verið fyrir utan þennan hóp og yfirráð þeirra sem tengdust kolkrabbanum hafi ekki varað lengi. „Þetta var tiltölulega skammur tími sem hann hafði þessi völd í atvinnulífinu,“ sagði Hannes um kolkrabbann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK