Icelandair í samstarf með Aeroflot

Icelandair skrifaði undir samning við rússneska flugfélagið Aeroflot í vikunni en með því verða flug félaganna sammerkt og ákveðinn fjöldi sæta í hverju flugi merktur hinu félaginu. Með slíkum samningi aukast tækifærin á nýlegum Rússlandsmarkaði, en félagið flýgur til Pétursborgar. Þetta segir Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair. Samningurinn kemur félaginu aftur á móti betur inn í bókunarkerfi félagsins, sem er eitt elsta flugfélag heims.

Fjölga um 30 manns á markaðssviði

Á kynningu sölu- og markaðssviðs í morgun var sagt frá afrakstri markaðsstarfs á árinu sem er að líða og áherslum á komandi ári. Þákom fram að Icelandair ætli að fjölga starfsfólki um 30 á markaðssviði fyrirtækisins, en stækkun fyrirtækisins og sókn á nýja markaði kallar á aukið markaðsstarf erlendis. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK