Gera ráð fyrir 2,5% hagvexti á næsta ári

mbl.is/Júlíus

Hagstofa Íslands hefur í dag gefið út þjóðhagsspá á vetri í ritröð sinni, Hagtíðindum. Spáin spannar árin 2013 til 2018. Í henni er m.a. gert ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 2% á þessu ári og 2,5% á því næsta. Einkaneysla eykst minna í ár en í fyrra og fjárfesting dregst saman um 3,1%. Á næsta ári er gert ráð fyrir að einkaneysla taki betur við sér og verði 2,5% en fjárfesting aukist þá um 10,6% og vaxi út spátímann. Samneysla eykst um 0,8% á þessu ári, stendur í stað 2014 en eykst hægt eftir það.

Vöxtur einkaneyslu og bati á vinnumarkaði var góður á fyrri helmingi 2012, en slakari á seinni hluta 2012. Mikil styrking vinnumarkaðar á þessu ári eykur ráðstöfunartekjur en það hefur ekki enn skilað sér í kraftmeiri einkaneyslu.

Spáð er 3,8% verðbólgu á þessu ári og 3,6% á næsta ári. Lausir kjarasamningar valda meiri óvissu en ella um verðlagshorfur á næstu misserum.

Hagstofan gaf síðast út þjóðhagsspá 28. júní síðastliðinn og er ráðgert að gefa út næstu spá í byrjun apríl 2014.

Þjóðhagsspá, vetur 2013 – Hagtíðindi

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK