Heimild til útborgunar séreignar framlengd

mbl.is/Ómar

Íslandsbanki segir að búið sé að framlengja heimild sem hafi verið í gildi um úttekt séreignarsparnaðar vegna sérstakra aðstæðna.

Tekið verður við umsóknum út árið 2014 og verður miðað við eignastöðu 1. janúar 2014.

Hámarksfjárhæð heildarúttektar frá því úttektir hófust er nú 9.000.000 króna en hámarksúttekt á mánuði eru 600.000 krónur.

Bent er á, að tekjuskattur sé greiddur af lífeyrisgreiðslum. Til þess að frádráttur frá tekjuskatti fáist þarf rétthafi að láta Íslandsbanka í té skattkort.

Nánar á vef Íslandsbanka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK