Kántrýbær til sölu

mbl.is/Hjörtur

Veitingastaðurinn Kántrýbær á Skagaströnd er til sölu. Þetta staðfesti Gunnar Halldórsson, sem rekið hefur staðinn með eiginkonu sinni, Svenný Hallbjörnsdóttur, í samtali við mbl.is. 

Gunnar er jafnframt tengdasonur Hallbjarnar Hjartarsonar, kúrekasöngvara með meiru.

„Okkur hjónunum langar að breyta til. Við erum búin að reka þetta í ansi mörg ár,“ segir Gunnar. 

Hann segir að fyrst um sinn verði reksturinn seldur og húsið leigt út. Sala á húsinu verði síðan skoðuð í framhaldinu.

Gunnar nefnir að reksturinn hafi gengið ágætlega. Góður gangur hafi verið í sölunni í sumar og á veturna sjái þau um matinn fyrir skólakrakka á Skagaströnd.

Aðspurður segir hann að nokkrir hafi sýnt staðnum áhuga, en að ekki enn hafi borist nein formleg tilboð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK