Stórar kröfur á Materia Invest

Frá hluthafafundi FL Group. Materia Invest átti hlut í félaginu …
Frá hluthafafundi FL Group. Materia Invest átti hlut í félaginu og þeir Þorsteinn Jónsson og Magnús Ármann voru báðir í stjórn félagsins. Sverrir Vilhelmsson

Félögin Metúsalem ehf. og F 41 Holding ehf. hafa ásamt fjárfestinum Kevin Stanford stefnt þrotabúi Materia Invest ehf. til að fá viðurkennda kröfur í búið. Samkvæmt lögmanni stefnenda er um mjög háar upphæðir að ræða, en Materia var stór hluthafi í FL Group og voru stefnendur hluthafar í félaginu. Segir hann málið hluta af uppgjöri vegna þrots Materia. Þingfesting á málinu var í dag í héraðsdómi. 

Þorsteinn Jónsson, oft kenndur við kók, er eigandi Metúsalem, en Magnús Ármann á F 41 Holding. Árið 2011 voru Magnús og Stanford dæmdir til að greiða Kaupþingi banka 240 milljónir vegna sjálfskuldarábyrgðar sem þeir gengust í vegna 4,3 milljarða láns sem Materia fékk hjá Kaupþingi. Þorsteinn, sem einnig var í ábyrgð vegna lánsins, slapp aftur á móti við kröfur bankans, en þær voru felldar niður gegn honum án útskýringa fyrir rétti.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK