Að vera eða ekki vera á Íslandi

Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs Íslands.
Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs Íslands. Mynd/Árni Sæberg

Íslenskir stjórnmálamenn þurfa að sýna pólitískt þor til að opna hagkerfið og atvinnulífið á að hvetja til erlendrar samkeppni á sem flestum sviðum til að auka hagsæld hér á landi. Þetta kom fram í ræðu Hreggviðs Jónssonar, formanns Viðskiptaráðs Íslands, á Viðskiptaþingi í dag. Hreggviður sagði ávinninginn af því að opna hagkerfið ótvíræðan og skapa grundvöll undir bætt lífskjör í landinu.

Á þinginu var kynnt skýrsla um uppbyggingu alþjóðageirans á Íslandi, en Viðskiptaráð telur það vera eina mikilvægustu áskorun sem þjóðin stendur frammi fyrir á komandi árum. Byggt er á skýrslu McKinsey & Company frá því árið 2012, en þar kom fram að sífellt stærri hluti íslensks atvinnulífs keppi með beinum og óbeinum hætti á alþjóðlegum mörkuðum og lífskjör í landinu ráðast að miklu leyti af getunni til að skapa samkeppnishæfar vörur og þjónustu. Þá þurfi að flytja til 13 þúsund störf til, hátt í 10% núverandi vinnuafls, yfir í þjónustugreinar til að auka framlegðina.

Sagði Hreggviður að Íslendingum væri tamt að vilja eiga greiðan aðgang að erlendum mörkuðum, en hafa ákaflega takmarkaðan áhuga á að opna þær leiðir í báðar áttir. Sagði hann að í dag megi útlendingar fjárfesta og reka starfsemi á Íslandi, en að Íslendingar verði að velja þær atvinnugreinar og svið.

Hann sagði vaxandi tengsl við alþjóðlega markaði hafa gert okkur kleift að skapa sérhæfingu á ýmsum sviðum og auka verðmæti innlendrar framleiðslu til muna. Spurningin um hversu opið Ísland á að vera fyrir alþjóðlegum viðskiptum væri því ein sú mikilvægasta fyrir efnahagslega framvindu þjóðarinnar og undirstaða lífskjarabóta. Það væri þá mikilvægt að hafa í huga að fyrirtæki alþjóðageirans eru ekki bundin því að reka starfsemi sína hér á landi og því enn mikilvægara en ella að vel sé búið um hnútana ef ætlunin er að styrkja þennan hluta hagkerfisins. „Að vera eða ekki vera á Íslandi,“ sagði Hreggviður, „þar er efinn“. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK