Hagvöxtur meiri en síðustu 30 ár

Efnahagshorfur litast mjög af áhrifum fyrirhugaðra aðgerða stjórnvalda til lækkunar …
Efnahagshorfur litast mjög af áhrifum fyrirhugaðra aðgerða stjórnvalda til lækkunar húsnæðisskulda og annarra aðgerða stjórnvalda til að örva eftirspurn,“ segir í Peningamálum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Seðlabanki Íslands spáir því að hagvöxtur mælist 3,7% á næsta ári og 3,1% árið 2016. Í ár er spáð 2,6% hagvexti. Gangi spáin eftir verður hagvöxtur að meðaltali um 3,1% á ári á spátímanum sem er meiri vöxtur en að meðaltali undanfarin þrjátíu ár. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Peningamálum Seðlabanka Íslands í dag.

Alþjóðlegar hagvaxtarhorfur hafa skánað frá útgáfu Peningamála í nóvember þótt óvissa sé áfram mikil, sérstaklega í tengslum við ágjöf sem ýmis nýmarkaðsríki hafa orðið fyrir nýlega.

„Horfur um viðskiptakjör þjóðarbúsins hafa einnig batnað en útflutningshorfur hafa versnað, sérstaklega vegna lakari horfa um loðnuveiði í ár. Áætlað er að hagvöxtur í fyrra hafi verið töluvert meiri en áður hafði verið gert ráð fyrir eða 3% í stað 2,3% í nóvemberspánni. Skýrist það af mun hagstæðara framlagi utanríkisviðskipta en innlend eftirspurn þróaðist í takt við nóvemberspána.

Efnahagshorfur litast mjög af áhrifum fyrirhugaðra aðgerða stjórnvalda til lækkunar húsnæðisskulda og annarra aðgerða stjórnvalda til að örva eftirspurn,“ segir í Peningamálum.

Skuldalækkun eykur einkaneyslu

Talið er að skuldalækkunin muni auka einkaneyslu töluvert á næstu misserum. Aukin eftirspurn mun jafnframt koma fram í auknum innflutningi og draga úr þjóðhagslegum sparnaði og viðskiptaafgangi. Hagvaxtaráhrif aðgerðanna verða því minni en áhrifin á innlenda eftirspurn.

„Eins og í nóvember er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 2,6% á þessu ári. Vegast þar á áhrif eftirspurnarhvetjandi aðgerða stjórnvalda annars vegar og horfur um minni vöxt útflutnings hins vegar. Uppbygging orkufreks iðnaðar hefur einnig tafist. Horfur um hagvöxt á næstu tveimur árum hafa batnað töluvert og er gert ráð fyrir 3,7% hagvexti á næsta ári og 3% hagvexti árið 2016.

Gangi spáin eftir verður hagvöxtur að meðaltali um 3,1% á ári á spátímanum sem er meiri vöxtur en að meðaltali undanfarin þrjátíu ár og töluvert meiri vöxtur en spáð er í helstu viðskiptalöndum Íslands. Batinn á vinnumarkaði hefur einnig reynst meiri en spáð var. Sakir kröftugri hagvaxtar minnkar slakinn í þjóðarbúskapnum hraðar en áður hafði verið talið og gæti snúist í spennu á fyrrihluta næsta árs,“ segir í Peningamálum.

Spá minni verðbólgu

Spáð er að verðbólga verði minni á þessu ári en í síðustu spá vegna hærra gengis krónunnar og minni hækkunar launakostnaðar á framleidda einingu. Gangi forsendur um þróun launa og gengis eftir verður verðbólga í námunda við verðbólgumarkmiðið á þessu ári. Þegar áhrif nýliðinnar gengishækkunar fjara út og framleiðsluslaki snýst í spennu gæti verðbólga aukist á ný og orðið um nokkra hríð yfir verðbólgumarkmiðinu.

Samkvæmt spánni verður hún mest um 3½% seint á næsta ári en hjaðnar síðan á árinu 2016 vegna stífara taumhalds peningastefnunnar. Gangi spáin eftir verður verðbólga eitthvað yfir markmiði í lok spátímans en markmiðið er þó vel innan þeirra marka sem talið er að 50% líkur séu á að verðbólgan verði.

Peningamálin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK