Byggja fyrstu 50 metra laugina í Færeyjum

Sundlaugin í Sveitarfélaginu Vági í Suðurey.
Sundlaugin í Sveitarfélaginu Vági í Suðurey.

Fyrirtækið Á. Óskarsson vinnur þessa dagana að því að byggja fyrstu 50 metra sundlaugina í Færeyjum í sveitarfélaginu Vági í Suðurey. Sundhöllin mun heita Pálshöll og er nefnd eftir sundmanninum Pál Joensen, en hann keppti t.d. á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Á. Óskarsson sérhæfir sig í byggingu sundlauga og hefur komið að fjölmörgum slíkum verkefnum hér á landi, en þetta er fyrsta laugin sem fyrirtækið byggir erlendis.

Þar sem ekkert náttúrulega heitt vatn er í Færeyjum þarf að hita vatnið upp með rafmagni eða olíu. Í þessu tilfelli er sundlaugin byggð nærri orkuveri sem framleiðir rafmagn fyrir alla Suðurey. Hingað til hefur kælivatn úr verinu ekki verið notað til neins, en núna verður það virkjað til að hita upp sundlaugina.

Auk 50x16 metra sundlaugar verður byggð upp barnalaug með mjúkum botni og vatnssveppur í miðju hennar. Þá verða heitir pottar og gufuböð á svæðinu. Heiðar Reyr Ágústsson, framkvæmdastjóri Á. Óskarsson, segir að í heild sé um að ræða 100 milljóna verkefni, en fyrirtækið sér um byggingu laugarinnar og hreinsikerfis. Hann segir laugina vera úr ryðfríu stáli með sérstökum dúk, en sú hönnun er í dag notuð í flestar keppnislaugar í heiminum og voru til dæmis tíu slíkar gerðar fyrir síðustu Ólympíuleika.

Fyrirtækið hefur unnið að verkinu síðustu þrjár vikur, en stefnt er að því að klára laugina í sumar. Segir Heiðar að verktakinn sem byggi sundhöllina sjálfa geri svo ráð fyrir að ljúka framkvæmdum seinna í sumar eða í haust.

Pálshöll verður með fyrstu 50 metra sundlaug Færeyja.
Pálshöll verður með fyrstu 50 metra sundlaug Færeyja.
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK