Meniga leiðandi í fjármálatækni

Hugbúnaður Meniga er nú í notkun í tíu löndum.
Hugbúnaður Meniga er nú í notkun í tíu löndum.

Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga var nýlega valið til að vera eitt af 50 leiðandi fyrirtækjum á sviði fjármálatækni í Evrópu á Fintech50 2014 ráðstefnunni sem haldin var 23. janúar. Meniga var eina fyrirtækið með heimilisbókhalds-hugbúnað sem komst á þennan lista, en fyrirtækin 50 voru valin úr 280 umsóknum. Á þeim fjórum árum síðan Meniga var stofnað hefur starfsemin breiðst út og nú er kerfi þeirra í notkun í tíu löndum.

„Við erum mjög þakklát að vera með í þessum frábæra hópi fyrirtæka í Fintech50 2014. Þetta er mikil viðurkenning og hvatning fyrir okkur hjá Meniga,“ segir Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Meniga, og bætir við: „ Við viljum hjálpa einstaklingum að hafa betri yfirsýn á sínum fjármálum og bjóða upplýsandi og gagnlega þjónustu sem nær út fyrir hefðbundinn ramma bankaþjónustu í dag.“

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir