Ummælin skapa óvissu um verðbólgu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Óvissa um verðbólgu næstu ára hefur aukist eftir þau ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að hann vilji að Seðlabanki Íslands taki upp aðra vaxtastefnu og að til greina komi að fjölga seðlabankastjórum, segir í frétt IFS greiningar.

Þar segir að það muni skýrast á næstunni hvort sjálfstæði Seðlabankans verði í raun rýrt. Verði seðlabankastjórum fjölgað til að breyta vaxtastefnu bankans gæti IFS greining þurft að uppfæra verðbólguspá sína. 

„Of mikil óvissa er þó um fyriráætlanir stjórnvalda til að meta hvort að draga muni í raun úr sjálfstæði Seðlabankans,“ segir IFS greining. Hitt sé hins vegar ljóst að verði dregið úr sjálfstæði Seðlabankans munu verðbólguhorfur versna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK