Markaðsvirði rafmyntar rýkur upp

Hugmyndin á bakvið auroracoin er að allir Íslendingar fái gefins …
Hugmyndin á bakvið auroracoin er að allir Íslendingar fái gefins 31,8 einingar í gjaldmiðlinum, en í heild nemur það 50% af heildarmagni myntarinnar.

Markaðsvirði rafmiðilsins auroracoin hefur rokið upp síðustu daga og miðað við það verð sem menn kaupa miðilinn á í dag er heildarverðmæti hans um 56 milljarðar íslenskra króna. Viðskipti síðasta sólarhringinn hafa numið um 1,4 milljónum Bandaríkjadala, en það eru um 160 milljónir íslenskra króna.

Að minnsta kosti fjórar kauphallir á netinu hafa nú milligöngu um viðskipti myntarinnar, en gengi hennar er gefið upp gegn bitcoin. Nemur verðmæti einnar einingar nú um 48 Bandaríkjadölum.

Mbl.is hefur fjallað um málefni rafmynta síðustu vikur, en hér má meðal annars lesa samantekt um bitcoin, áhyggjur og framtíðarhorfur, meðan umfjöllun um auroracoin má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK