Landsvirkjun semur við United Silicon

Lóð kísilverksmiðjunnar í Helguvík.
Lóð kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Landsvirkjun tilkynnti í dag að fyrirtækið hefur undirritað raforkusölusamning við United Silicon hf. Samkvæmt samningnum mun Landsvirkjun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem United Silicon áformar að reisa í Helguvík á Suðurnesjum. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi á fyrri helmingi ársins 2016 og noti 35 MW af afli.

Við erum viss um að kísilmálmiðnaður muni dafna á Íslandi til langs tíma þar sem raforka er unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Aðstæður henta vel til að orkufrekur iðnaður geti hér náð samkeppnisforskoti í Evrópu og á alþjóðlega vísu,“ segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar í tilkynningu.

Samningurinn er gerður með fyrirvörum sem þurfa að vera uppfylltir fyrir maímánuð.

United Silicon hf. er nýtt félag stofnað af hópi aðila í evrópska kísilmálmiðnaðinum sem á frumkvæði að því að setja upp nýja kísilmálmverksmiðju til að mæta vaxandi eftirspurn viðskiptavina sinna í Evrópu.

Eftir að ákvörðun um að setja upp verksmiðju á Íslandi var tekin, keypti félagið allt hlutafé í Stakksbraut 9 ehf. sem á lóð í Helguvík og umhverfismat fyrir reksturinn, samþykkt af Skipulagsstofnun í maí 2013. United Silicon hf. stígur með þessu móti inn í fullþróað verkefni og gerir raforkusamningur við Landsvirkjun félaginu kleift að hefja byggingu verksmiðjunnar í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK