Safna aurum fyrir nýjum leiktækjum

mbl.is/hag

Skógarmenn KFUM í Vatnaskógi hafa hafið söfnun fyrir nýjum leiktækjum á Eyrarvatn í sumar. Söfnunin er með heldur óvenjulegum hætti en safnað er rafmyntinni vinsælu auroracoin.

Söfnunin hófst síðasta fimmtudag en nú þegar hefur verið safnað rúmlega 100 þúsund krónum, að því er segir í tilkynningu.

Þeir sem hafa ekki enn sótt sína aura, en vilja leggja Vatnaskógi lið, geta farið einfaldari leið, segir í tilkynningunni. „Óþarfi er að setja upp eða sækja veski. Það er hægt að fara inn á slóðina http://claim.auroracoin.org, gefa upp sínar upplýsingar og stimpla myntfangið (34 stafa rununa hér að neðan) inn þegar beðið er um það,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Eru allar gjafir vel þegnar og verða nýttar beint í starf Vatnaskógar.

Hægt er að gefa beint inn á myntfang Vatnaskógar, sem er runan:

AXNJtJ3zwFJdYxG6D4WXKx9bHqsWEkaWCo

Hátt í 25 þúsund Íslendingar hafa sótt þær 31,8 einingar af myntinni sem þeim var úthlutað. Fyrir helgi var hægt að auðkenna sig með símanúmeri til að nálgast aurana, en nú er það aðeins hægt í gegnum Facebook.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir