Dæmigert heimili sparar 300 þúsund á ári

Boðuð skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar getur lækkað greiðslubyrgði dæmigerðs heimilis um 25-360 ...
Boðuð skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar getur lækkað greiðslubyrgði dæmigerðs heimilis um 25-360 þúsund á ári miðað við útreikninga ráðuneytisins. Ómar Óskarsson

Með því að nýta sér aðgerð stjórnvalda til lækkunar á höfuðstóli húsnæðisláns og séreignarsparnaðarleiðina til fulls getur dæmigert heimili sparað sér 250 til 360 þúsund krónur á ári í lægri greiðslubyrgði af húsnæðislánum. Þetta kemur fram í nýjum útreikningi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt á heimasíðu sinni, en Morgunblaðið hafði óskað eftir svörum um áhrif aðgerðanna á stöðu fimm ímyndaðra lántaka

Tekin eru fimm dæmi um möguleg áhrif aðgerðanna og er miðað við lán á bilinu 13 til 30 milljónir. Forsendurnar eru lán með 4,5% föstum vöxtum á jafngreiðslum og 3,5% verðbólga. Þá er gert ráð fyrir að 24 ár séu eftir af lánunum. Gert er ráð fyrir að heimili nýti sér séreignarsparnaðarleið til fulls, þ.e. 1,5 milljón á þremur árum. Meðfylgjandi töflu er að finna á vefsíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. ...
Meðfylgjandi töflu er að finna á vefsíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Sjá má að dæmigert heimili getur lækkað greiðslubyrgði sína um 250 til 360 þúsund á ári.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir