Segir evruna of sterka

Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands.
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands. AFP

Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segir að gengi evrunnar sé of sterkt. Miklar breytingar þurfi að eiga sér stað á peningastefnu Evrópska seðlabankans til að koma á hagvexti og draga úr atvinnuleysi í álfunni.

Á fundi með ungum evrópskum sósíalistum í dag sagði Valls að Francois Hollande, forseti Frakklands, myndi grípa til enn frekari aðgerða eftir kosningarnar til Evrópuþingsins, sem fara fram 22. til 25. maí næstkomandi, til að koma hjólum atvinnulífsins af stað í Frakklandi.

Atvinnuleysi mælist mjög hátt þar í landi, sér í lagi á meðal ungmenna.

Valls vill kalla helstu leiðtoga Evrópusambandsins á fund til að ræða gengi evrunnar og peningastefnu Evrópska seðlabankans. Hann telur það vera nauðsynlegt að bankinn grípi sem allra fyrst til aðgerða sem muni veikja gengi evrunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum heimsins.

Gengi evrunnar hefur styrkt um fimm prósent gagnvart gengi Bandaríkjadals á seinustu tólf mánuðum. Úflutningsfyrirtæki í Evrópu hafa kvartað sáran yfir gengisstyrkingunni og segja að samkeppnishæfni álfunnar sé nú verri en ella, að því er segir í frétt Reuters.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK