Gífurleg launahækkun stjórnenda Icelandair

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Félag íslenskra atvinnuflugmanna gagnrýnir stjórnendur …
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Félag íslenskra atvinnuflugmanna gagnrýnir stjórnendur Icelandair harðlega í nýju fréttabréfi og benda á miklar launahækkanir síðustu ár hjá þeim. mbl.is/Golli

Yfirmenn og stjórnarmenn Icelandair hafa á síðustu fjórum árum hækkað í launum um 13% til 211%. Meðalhækkun stjórnarformanns og stjórnarmanna er um 160% en forstjóri og aðrir yfirmenn í samstæðunni hafa hækkað um 52% að meðaltali. Þetta kemur fram í tölum sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) birtir í nýju fréttabréfi sínu. Þar er bent á að stjórnendur hafi hækkað verulega í launum en bjóði starfsfólki nú 2,8% hækkun.

Þá segir í fréttabréfinu að ávöxtun hluthafa síðustu ár hafi verið ævintýranleg, en frá því í desember 2010, þegar aukið var við hlutafé félagsins, hefur verð bréfa Icelandair hækkað um 688%. Inni í þeirri tölu eru ekki meðtaldar arðgreiðslur, en þær hafa numið 0,89 krónum á hlut síðan í desember 2010. Eiginfjárstaða Icelandair er einnig tekin til skoðunar, en bent er á að um síðustu áramót hafi hún verið 42% og að félagið hafi í heild hagnast um 6,5 milljarða króna á síðasta árið. 

Mikill kostnaður við flugnám

Kostnaður flugnáms hefur nokkuð verið í umræðunni, en í fréttabréfinu er sagt að það taki um þrjú ár og kosti á bilinu 14–16 milljónir. Bent er á að Icelandair taki engan þátt í þeim kostnaði. Þá er líka sagt frá þeirri staðreynd að fyrir nýráðinn flugmann sé vinna allt árið ekki í boði og erfitt geti verið að fá vinnu í skamman tíma. Nú séu grunnlaun flugmanna 416 þúsund krónur á mánuði og því geti óstöðug vinna sett allt heimilishald úr skorðum. Sagt er að miðað við kostnað við námið geti það tekið 20 ár að greiða námið til baka með 150 þúsund króna greiðslu á mánuði, en til þess að afla þess þarf um 250 þúsund krónur í heildarlaun. „Ef launaforsendur og atvinnumöguleikar breytast ekki þá borgar sig ekki fyrir ungt fólk að læra flug í dag,“ segir í bréfinu.

Formaður SA valdameiri en forstjóri Icelandair

Nýlega gaf Icelandair frá sér afkomuviðvörun og segir í fréttabréfinu að það sé sláandi að stjórnendur félagsins séu tilbúnir að fórna fjármunum félagsins gegn starfsmönnum.  „Hagsmuna hverra er forstjóri Icelandair Group að gæta með þessum aðgerðum sínum, hluthafa Icelandair Group eða SA?“ segir í bréfinu og bætt er við að „formaður SA er greinilega valdameiri en forstjóri Icelandair Group,“ en Björgólfur Jóhannesson, forstjóri Icelandair Group, er einmitt forstjóri Samtaka atvinnulífsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK