Auknar líkur á frekari aðgerðum

DANIEL ROLAND

Líkurnar á því að Evrópski seðlabankinn muni grípa til frekari aðgerða til að stemma stigu við verðhjöðnun í álfunni hafa aukist, að mati Yves Mersch, sem situr í stjórn bankans.

Peningastefnunefnd bankans mun næst koma saman í júní og kemur þá í ljós hvort bankinn muni grípa til einhverra örvunaraðgerða til að auka verðbólguna. Margir evrópskir hagfræðingar óttast það að framundan sé langt tímabil verðhjöðnunar og samdráttar.

Á fundi sínum fyrr í mánuðinum ákvað peningastefnunefndin að halda vöxtum bankans óbreyttum í 0,25%. Mersch segir ekki líklegt að bankinn muni lækka vextina enn frekar, heldur að hann muni þess í stað kaupa skuldabréf á markaði í meiri mæli en áður.

Mario Draghi, bankastjóri Evrópska seðlabankans, hefur gefið það í skyn að bankinn muni auka skuldabréfakaup sín á næstu misserum. Á ráðstefnu í Munchen í dag tók Mersch undir þau ummæli. Líkurnar á því hefðu að minnsta kosti aukist, eftir því sem fram kemur í frétt AFP.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir