Lánshæfiseinkunn Spánar og Grikklands hækkuð

AFP

Matsfyrirtækið Standard and Poor's hækkaði lánshæfiseinkunn Spánar í dag úr BBB- í BBB. Eins hækkaði Fitch lánshæfiseinkunn Grikklands í dag.

Í tilkynningu frá S&P kemur fram að hagvöxtur mælist nú á Spáni og horfur jákvæðari.

Mikil kreppa reið yfir Spán árið 2008 og hefur atvinnuleysi verið gríðarlegt í landinu síðan þá. Um mitt síðasta ár mældist hagvöxtur á ný á Spáni og fyrstu þrjá mánuði þessa árs var hagvöxturinn 0,4% sem er mesti vöxtur þar í landi í sex ár.

Fitch hækkaði lánshæfiseinkunn Grikklands úr B- í B í dag og spáir því að vöxtur muni einkenna efnahagslíf landsins í ár, í fyrsta skipti frá árinu 2008. Spáir Fitch því að hagvöxturinn í ár verði 0,5% í Grikklandi og 2,5% á næsta ári. 

Standard and Poor gerði aftur á móti engar breytingar á lánshæfiseinkunn Tyrklands í dag en ríkisjóður Tyrklands er með BB+ í einkunn hjá S&P.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK