Nýsköpun til sýnis í HR

Í dag var haldin ráðstefnan Ný­sköp­un­ar­torgið í Há­skól­an­um í Reykja­vík í tilefni af 10 ára afmæli Tækniþróunarsjóðs og 20 ára afmæli Samtaka iðnaðarins. Fjöldi fyrirtækja kynnti starfsemi sína, en meðal verkefna voru flygildi, veiðarfæri með ljósgeislum, mengunargreining, veðurathuganakerfi o.fl. Þá voru verðlaunin Vaxtasprotinn afhent, en fyrirtækið Datamarket hlaut þau. Mbl.is kíkti við og fór yfir það sem íslensk nýsköpunarfyrirtæki eru að gera í dag.

Á morgun verður opinn dagur fyrir almenning frá 11 til 17. Verður sérstök áhersla lögð á að dagskráin passi fyrir alla fjölskylduna, en auk kynningar á nýsköpunarfyrirtækjum mun Pollapönk taka lagið, börnum gefst tækifæri að kubba með Mindstorm, hægt verður að gera mælingar á ástandi húðarinnar og prófa heimsins léttasta hjólagaffal. Þá verður nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK