Félag Magnúsar með 67 milljarða þrot

Félagið Smáey, sem var í eigu Magnúsar Kristinsson, skilur eftir …
Félagið Smáey, sem var í eigu Magnúsar Kristinsson, skilur eftir sig tæplega 67 milljarða þrot. mbl.is/Rax

Ekkert fékkst upp í 66,7 milljarða kröfur í þrotabú Vetrarmýri ehf., en félagið hét áður Smáey ehf. og var í eigu Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum. Félagið átti meðal annars Bergey ehf., sem var eigandi Toyota umboðsins, Yamaha á Íslandi, Gísla Jónssonar ehf og var til viðbótar í ábyrgð fyrir önnur fyrirtæki Magnúsar.

Smáey var úrskurðað gjaldþrota 11. Október 2013, en samkvæmt auglýsingu í Lögbirtingablaðinu voru lýstar kröfur í búið 66.722.823.138 krónur. Ekkert fékkst til greiðslu úr búinu.

Magnús var mjög umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun og átti meðal annars Hertz bílaleiguna, Sólningu, Motormax, útgerðina Berg Huginn og Pizza Pizza, sem var móðurfélag Dominos. Í ágúst á síðasta ári var Bergur Huginn seldur  sem hluti af skuldauppgjöri Magnúsar við Landsbankann, en í framhaldinu sakaði Magnús bankann um grófa markaðsmisnotkun sem hafi kostað hann félagið.

Dótturfélag Smáeyjar, Bergey, varð gjaldþrota árið 2012, en engar eignir fundust upp í kröfur sem voru einn milljarður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK