Vilja erlenda matsmenn í Wikileaksmál

Datacell og Sunshine Press Production, rekstrarfélag Wikileaks, munu krefjast þess …
Datacell og Sunshine Press Production, rekstrarfélag Wikileaks, munu krefjast þess að erlendir sérfræðingar komi að mati á tjóni sem félagið varð fyrir vegna lokunar Valitors á greiðslur til félagsins árið 2011. AFP

Í dag verður dómskvaðning matsmanna í máli Datacell og Sunshine press production, rekstrarfélags Wikileaks, gegn Valitor. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður stefnenda, segir að farið verði fram á að alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki verði fengið til að meta tjónið af því að Valitor lokaði á að kortagreiðslur bærust til Wikileaks árið 2011. 

Hæstiréttur dæmi Valitor í fyrra til þess að koma greiðslunum til Wikileaks eða sæta dagsektum upp á 800 þúsund krónur. Í kjölfarið var opnað á greiðslur.

Telja tjónið nema átta milljörðum

Sóknaraðilar létu gera útreikning fyrir sig á því tjóni sem þau urðu fyrir vegna lokunarinnar og segir Sveinn Andri að upphæðin hafi verið um átta milljarðar króna. Nú sé unnið að skaðabótarmáli vegna þessa tjóns. 

Hann segir að málið sé í raun alþjóðlegt, enda hafi stærstur hluti þeirra sem ætluðu sér að greiða Wikileaks erlendis frá. Því muni sóknaraðilar fara fram á að alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki komi að matinu. Hann segir að ef allt gangi að óskum muni starfi matsmanna ljúka í haust og þá verði skoðað hvort niðurstaðan skapi grundvöll undir samning um skaðabætur. Ef svo er ekki hefjist skaðabótarmál fyrir dómstólum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK