Már sækir aftur um

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Már Guðmundsson seðlabankastjóri ætlar að sækja um embættið aftur, en það var auglýst laust til umsóknar í byrjun júní. Már greindi frá þessu í viðtali við Björn Inga Hrafnsson í sjónvarpsþættinum Eyjunni.

Seðlabanka­stjóri er skipaður til fimm ára í senn og er aðeins hægt að skipa sama mann­inn tvisvar. Má var til­kynnt í fe­brú­ar að embættið yrði aug­lýst sér­stak­lega laust til um­sókn­ar að fimm ára starfs­tíma hans liðnum.

Már sendi í kjöl­farið bréf til sam­starfs­fólks síns í bank­an­um þar sem hann út­skýrði að í þessu fæl­ist ekki van­traust á hann sem seðlabanka­stjóra. Þá lýsti hann því jafn­framt yfir að hann væri til­bú­inn að hefja nýtt tíma­bil sem seðlabanka­stjóri.

Í Eyjunni í dag sagði Már að auðvitað hefi gengið á ýmsu síðan en hann væri búinn að velta málinu töluvert mikið fyrir sér og sæi það þannig að Seðlabankinn væri nú eins og staddur í miðri á þar sem ekki væri sniðugt að stökkva af hestinum.

„Síðan er líka það að við erum að fara í gegnum flókið tímabil og ég hef mjög mikil alþjóðleg tengsl frá fyrri tíð og hef byggt þau upp í gegnum tíðina. Þannig að þegar allt er skoðað er það mín niðurstaða að sækja um og tel í raun að ég hafi ekki getað tekið aðra ákvörðun, því það væri eins og að hlaupa frá borði,“ sagði Már.

Hann bætti þó við að hins vegar væri það síðan annarra að taka endanlega ákvörðun um hvort hann héldi áfram.

Már tilbúinn að gegna starfinu áfram

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK