Getur orðið skilaskyldur

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir

Einstaklingum sem eiga sparnað hjá erlendum tryggingafélögum ber ekki skylda til að skila honum og fá í staðinn krónur, eftir að Seðlabankinn stöðvaði slíka söfnun sparnaðar.

Rætt var við viðskiptavin Friends Provident á Íslandi sem hefur í 10 ár greitt inn á erlendan reikning sem er í pundum. Fyrirtækið Tryggingar & ráðgjöf hefur milligöngu um viðskiptin. Reikningurinn er óbundinn.

Sérfræðingur hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans sagði að umræddum viðskiptavini bæri ekki skylda til að skila pundunum og fá í staðinn krónur á íslenskum sparireikningi.

Viðkomandi geti haldið sparnaði áfram svo lengi sem upphaflegur samningur sé í gildi, enda hafi innborganir hafist fyrir setningu hafta.

Veittur verður fjögurra mánaða aðlögunartími fyrir þjónustufyrirtæki og viðskiptavini þeirra til þess að laga greiðslur að fyrirkomulagi sem samræmist lögum um gjaldeyrismál. Taki einstaklingur ákvörðun um að segja upp reikningnum og taka út sparnaðinn verði fjármunirnir hins vegar skilaskyldir. Það þýðir að millifæra þarf hina erlendu upphæð á gjaldeyrisreikning á Íslandi.

Reglum breytt

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK