Ný lausn í netauglýsingum

Jón Bragi Gíslason og Jóhann Geir Rafnsson tæknistjóri Ghost Lamp.
Jón Bragi Gíslason og Jóhann Geir Rafnsson tæknistjóri Ghost Lamp.

Jón Bragi Gíslason segist ekki vera með nema grunnþekkingu á sviði vefsíðugerðar og forritunar, en hann lætur það ekki stoppa sig heldur leitar uppi og fær til liðs við sig fólk með þá þekkingu sem hann vantar. Í byrjun þessa árs fékk Jón Bragi góða hugmynd og beið ekki boðanna að stofna fyrirtæki, með það fyrir augum að skapa nýja auglýsingalausn fyrir netið.

Varan heitir Ghost Lamp og byggir á því að setja auglýsingahnappa inn í texta. „Þeir sem búa til efni fyrir netið geta oft átt í töluverðum vandræðum með að koma auglýsingum fyrir á þann hátt að líti bæði vel út og sé ekki of truflandi fyrir vefinn. Þetta vandmál er sérstaklega plagandi þegar vefsíður eru skoðaðar í snjallsímum og spjaldtölvum enda minna pláss á skjánum,“ segir Jón Bragi.

Ghostlamp notar gamla hugmynd, um að breyta völdum orðum í textanum í eins konar „auglýsingahnapp“ og tekur skrefinu lengra. „Hugbúnaðurinn okkar greinir textann og merkir tiltekin orð fyrir viðeigandi auglýsingar. Lesandi síðunnar þarf gagngert að smella á orðið eða láta músarbendilinn svífa yfir orðinu í ákveðinn tima til að sjá auglýsinguna og auglýsingin er þá um eitthvað sem tengist vel innihaldi textans. Gestir síðunnar sjá því ekki auglýsingar nema þeir vilji og auglýsendur á sama tíma ekki að borga fyrir óvelkomnar birtingar.“

Til að auka á notagildið segir Jón Bragi að eigendur vefsíðna geti einnig notað Ghostlamp-kerfið til að krydda texta með viðbótarupplýsingum sem myndu annars ekki falla vel að meginmáli textans. „Þannig tvinnast saman fræðandi upplýsingamolar og auglýsingar, sem bæði eiga erindi við lesandann.“

Viðmótið gagnvart auglýsendum er svipað og þeir eiga þegar að venjast frá miðlum á borð við Facebook eða Google. „Auglýsandinn býr til sína eigin auglýsingu á einfaldan hátt, með mynd og texta, hreyfimynd eða myndskeiði, og auglýsingakaupin mjög gagnsæ. Á hinum endanum hefur eigandi vefsíðunnar góða stjórn á því hvers konar efni er auglýst í gegnum textahnappana.“

Um tvo mánuði vantar í að Ghost Lamp verði tilbúið til notkunar og er ætlunin að prufukeyra forritið fyrst á íslenska markaðinum áður en lagt verður til atlögu við erlendar vefsíður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK