Ótti um hagsmunaárekstra

Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, segir að lífeyrissjóðir geti beitt sér …
Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, segir að lífeyrissjóðir geti beitt sér í rekstri félaga án þess að tefla fram stjórnarmanni. mbl.is/Árni Sæberg

Töluverð umræða hefur átt sér stað meðal félaga í Viðskiptaráði um aukna fjárfestingu lífeyrissjóðanna í íslenskum fyrirtækjum, þátttöku þeirra á hlutabréfamarkaði og í
framhaldinu aðkomu þeirra að kjöri stjórnarmanna í þessum félögum.

Í viðtali um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Hreggviður Jónsson, formaður
Viðskiptaráðs, að í kjölfarið hafi Landssambandi lífeyrissjóða verið upplýst um áhyggjurnar
sem margir stjórnendur höfðu.

Þær snerust t.d. um það þegar lífeyrissjóðirnir fjárfesta í keppinautum á markaði og tilnefna stjórnarmenn sem í sumum tilfellum voru stjórnarmenn í lífeyrissjóðunum eða jafnvel starfsmenn sjóðanna. Spurningar vöknuðu um hvernig sjóðir sem ættu hluti í keppinautum á markaði og tilnefndu menn í stjórnir þeirra gættu þess að viðkvæmar trúnaðarupplýsingar um rekstur þessara félaga bærust ekki á milli í gegnum sjóðina, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK