Fjárfestingar á evrusvæðinu í lágmarki

DANIEL ROLAND

Benoit Couere, sem situr í bankaráði Evrópska seðlabankans, segir að bankinn muni halda stýrivöxtum sínum lágum um nokkuð langt skeið til að tryggja fjármálastöðugleika. Ríkisstjórnir á evrusvæðinu verði hins vegar að vinna sitt verk til að auka hagvöxt og lækka skuldir.

Í viðtali við Reuters segir Coeure að mikill fjárfestingarhalli sé á evrusvæðinu. Lítið sé um fjárfestingar þar og því þurfi stjórnvöld í álfunni að vinna saman að því að gera fjárfestingarumhverfið betra. Samvinna sé lykilatriði.

Hann segir að efnahagsaðstæður á evrusvæðinu einkennist nú af háum skuldum, miklu atvinnuleysi og veikum vexti. Það sé mikið áhyggjuefni. „Eina leiðin út úr þessu er fjárfestingar,“ segir hann.

Hann bætir því við að ekki megi bæta nýjum skuldum ofan á þær gömlu. Það sé aldrei lausn. Nokkur evruríki hafa kvartað yfir íþyngjandi kröfum Evrópusambandsins hvað varðar fjárlög og skuldir en Couere segir að ekki megi láta undan þrýstingi. Verkefnið fram undan sé sársaukafullt en nauðsynlegt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK