Fá starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju í Helguvík

Fyrirtækið United silicon vinnur nú að því að undirbúa lóð …
Fyrirtækið United silicon vinnur nú að því að undirbúa lóð sína í Helguvík fyrir byggingarframkvæmdir kísilvers. Ljósmynd/Reykjanesbær

Umhverfisstofnun hefur veitt Stakksbraut 9 ehf. (United Silicon) starfsleyfi fyrir rekstur kísilverksmiðju á lóðinni að Stakksbraut 9 á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Leyfið veitir heimild til að framleiða allt að 100.000 tonn á ári af hrákísli og allt að 38.000 tonnum af kísilryki og 6.000 tonnum af kísilgjalli. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar. 

Í starfsleyfinu er lögð megináhersla á að takmarka losun verksmiðjunnar til lofts enda er verksmiðjan fyrirhuguð í um tveggja kílómetra fjarlægð frá byggð. Höfð er hliðsjón af fyrri starfsleyfum stofnunarinnar fyrir sambærilegan iðnað og upplýsingum í matsskýrslu sem unnin var þegar framkvæmdirnar fóru í mat á umhverfisáhrifum. Tekin eru upp ítarleg losunarmörk fyrir heildarlosun einstakra þungmálma, PCDD/PCDF efna (einnig kölluð díoxín og fúrön) og B(a)P til lofts sem ekki hefur verið gert á þennan hátt í starfsleyfum Umhverfisstofnunar áður. Þá er ákvæði um að mæla skuli ryk í útblæstri í samfelldri mælingu. 

Fram kemur í tilkynningunni að áður en tillagan var auglýst voru drög send til heilbrigðisnefndar Suðurnesjasvæðis. Í umsögn heilbrigðisfulltrúa var minnt á mikilvægi skýrra leiða til úrgangsmeðhöndlunar og endurvinnslu og bent á að fráveita hafnarsvæðisins uppfyllir ekki ákvæði reglugerðar. Í framhaldi af þessari umsögn aflaði rekstraraðili fylgigagns með umsókninni sem var yfirlýsing Reykjaneshafnar um að skólplagnir frá lóðinni Stakksbraut 9 verðir tengdar fráveitukerfi Reykjanesbæjar og muni standast ákvæði reglugerðar um fráveitur og skólp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK