Selur flugfargjöld fyrir bitcoin

AFP

Lettneska flugfélagið airBaltic tilkynnti í síðustu viku að það yrði fyrsta flugfélagið í heiminum til þess að selja flugmiða í skiptum fyrir rafmyntina bitcoin.

Takmarkað magn flugmiða verður í boði fyrst um sinn. Í samtali við AFP-fréttastofuna sagði talsmaður flugfélagsins að innan við eitt þúsund miðar yrðu til sölu, en stefnt er að því að auka framboðið þegar fram líða stundir. Einungis ódýrustu fargjöldin eru í boði fyrir rafeyri eins og sakir standa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir