Vel skreytt gleðikaka

Kakan í fyrra var ansi stór og skrautleg hjá Önnu. …
Kakan í fyrra var ansi stór og skrautleg hjá Önnu. Í ár hyggst hún gera hana enn flottari. Ljósmynd/Anna Kristín Magnúsdóttir

Anna Kristín Magnúsdóttir, eigandi verslunarinnar Kjólar og Konfekt, mun bjóða gestum og gangandi upp á heldur skrautlega köku í búð sinni á morgun. Eins kunnugt er fer Gleðigangan fram á morgun laugardaginn 9. ágúst en gerð kökunnar er framlag verslunarinnar til þess fagnaðar.

„Þetta var svo jákvætt og gaman í fyrra að þetta er orðinn árlegur viðburður hjá okkur,“ segir Anna. Hún segir að í heildina taki um 14 klukkustundir að baka kökuna sem er gríðarlega stór, mikið skreytt og er samsett úr nokkrum lögum.

Anna hefur greinilega mikinn metnað því fyrir gleðigönguna hefur hún sérstaklega keypt inn efni í litum regnbogans sem saumakona búðarinnar hefur saumað kjóla úr. Kjólarnir, sem einnig eru til í barnastærðum, fást í búð hennar ásamt öðrum skrautlegum klæðnaði í stíl við gleðigönguna og kökuna.

Aðspurð um hvort kökunni fylgi einhver skilaboð til samfélagsins segir hún að allir séu einstakir og eigi rétt á því að vera einstakir.

Einnig hefur Anna látið sauma kjóla í litum regnbogans.
Einnig hefur Anna látið sauma kjóla í litum regnbogans. Ljósmynd/Anna Kristín Magnúsdóttir
Gestir og gangfarendur geta gætt sér á kökunni í búð …
Gestir og gangfarendur geta gætt sér á kökunni í búð Önnu á morgun. Ljósmynd/Anna Kristín Magnúsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK