Bréf Icelandair féllu um 4,35%

mbl.is/Júlíus

Gengi hlutabréfa Icelandair Group féll um 4,35% í 758 milljóna króna viðskiptum í dag. Viðmælandi mbl.is, sem starfar á fjármálamarkaði, segir að rekja megi lækkunina að stórum hluta til skjálftaóróans við Bárðarbungu á Vatnajökli. 

Eins og fram hef­ur komið ákvað Veður­stofa Íslands að hækka viðvör­un­arstig fyr­ir flug­mála­yf­ir­völd og því er Bárðarbunga merkt með app­el­sínu­gulu sam­kvæmt litakóða. App­el­sínu­gult er næst efsta viðvör­un­arstig.

Gengi hlutabréfa Vodafone lækkaði jafnframt í dag, um 1,94%, í 76 milljóna króna viðskiptum. Hlutabréf N1 og Eimskips voru þau einu sem hækkuðu í verði í dag, en hækkunin var þó ekki mikil.

Alls lækkaði Úrvalsvísitalan um 1,73% í viðskiptum dagsins og stóð í lok dags í 1.129,98 stigum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK