Minnsta verðbólga í tæp 5 ár

Atvinnuleysi hefur aldrei verið jafn mikið á evru-svæðinu og nú …
Atvinnuleysi hefur aldrei verið jafn mikið á evru-svæðinu og nú og á sama tímabili stefnir allt í verðhjöðnun þar sem verðbólgan mælist 0,3%. AFP

Verðbólgan í evru-ríkjunum mældist 0,3% í ágúst og nálgast nú það lægsta sem hún hefur verið síðustu fimm ár. Í júlí var verðbólga, mæld á tólf mánaða tímabili, 0,4% á evru-svæðinu, samkvæmt nýjum tölum frá Eurostat, Hagstofu Evrópu.

Samkvæmt frétt BBC er þetta talið auka þrýsting á Seðlabanka Evrópu um að grípa til aðgerða. Næsti vaxtaákvörðunardagur bankans er á fimmtudaginn í næstu viku.

Á sama tíma mælist atvinnuleysi mjög mikið á svæðinu eða 11,5%.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK