OECD dregur úr hagvaxtarspá

Angel Gurria, framkvæmdastjóri OECD.
Angel Gurria, framkvæmdastjóri OECD. AFP

Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) dró úr hagvaxtarspá sinni fyrir flest þróuð ríki í morgun. Hægur efnahagsbati á evrusvæðinu hefur slæm áhrif á alþjóðaefnahaginn að sögn OECD.

OECD varaði við því að hagvöxtur á árinu 2015 gæti orðið ennþá hægari en á þessu ári og benti á að ýmsir þættir hefðu þar áhrif, s.s. vaxandi spenna í Úkraínu og Mið-Austurlöndum, óvissa um framtíð Skotlands og boðuð aðhaldsstefna í Bandaríkjunum sem hefði letjandi áhrif á fjárfesta. Lítill hagvöxtur á evrusvæðinu var þó sagður helsta áhyggjuefnið. 

Fyrri hagvaxtarspá fyrir evrusvæðið frá því í maímánuði var færð niður úr 1,2 prósent í 0,8 prósent. Þá var spáin fyrir Bandaríkin færð niður úr 2,6 prósent í 2,1 prósent. Í Japan var hún færð niður frá 1,2 prósent niður í 0,9 prósent og í Bretlandi var hún lækkuð frá 3,2 prósent niður í 3,1 prósent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK