Fæðubót sem fyrirbyggir beinþynningu

Fidu Abu Libdeh einn af stofnendum GeoSilica á Ásbrú. Framleiðir …
Fidu Abu Libdeh einn af stofnendum GeoSilica á Ásbrú. Framleiðir fæðubótarefni sem eiga að koma á markað fyrir árslok 2014. Vitinn 2014. Geosilica

Nýtt íslenskt fæðubótarefni kemur á markað í nóvember og verður selt í apótekum og heilsubúðum. Framleiðandi er fyrirtækið Geosilica. Efnið inniheldur náttúrulegan jarðhitakísil sem unninn er úr affallsvatni Hellisheiðarvirkjunar. Slík nýting til matvælavinnslu er óþekkt annars staðar í heiminum og byggist á innlendu hugviti og rannsóknum. Frumkvöðlarnir eru þau Fida Abu Libdeh og Burkni Pálsson. Lokaverkefni þeirra í orku- og umhverfistæknifræði við tæknifræðinám Keilis og Háskóla Íslands fjallaði um nýtingu og hreinsun kísils og kveikti það hugmyndina sem þau hafa síðan unnið að með stuðningi fyrirtækja og sjóða.

Hreint undraefni

„Kísill er þekktur fyrir áhrif hans á hár, húð og neglur. En það sem er mjög merkilegt við kísil er að hann hjálpar öðrum steinefnum að koma sér fyrir í líkamanum og þar af leiðandi eykst beinþéttni,“ segir Fida í samtali við Morgunblaðið. „Sumar rannsóknir segja að hann geti minnkað líkur á beinþynningu, bæði hjá körlum og konum, ef efnið er tekið reglulega inn sem fæðubót,“ bætir hún við.

Fida segir að kísill sé hreint undraefni og kallar hann „gullið okkar Íslendinga.“ Hún segir að það séu mjög fáir staðir í heiminum þar sem kísill finnist í svipuðu formi og hér, en það sé vegna staðsetningar landsins, jarðskorpan hér sé þunn basalt-úthafsskorpa en ekki þykk meginlandsskorpa. „Þetta gerir það að verkum að margfalt minna er af þungmálmum í berginu undir landinu en á öðrum háhitajarðsvæðum. Geosilica notar skiljuvatn jarðvarmavirkjana og hefur þróað tækni til að hreinsa og einangra kísilinn,“ segir hún.

Fæst í vökvaformi

GeoSilica hefur nýlega undirritað samning við Heilsu ehf. um dreifingu á vörunni sem er í vökvaformi og inniheldur örsmáar kísilagnir sem líkaminn á auðvelt með að taka upp. Fæðubótarefnið mun fást í 300 ml. flöskum sem hver inniheldur um 6000 mg af kísli. Í hverri flösku eru svo um 20 skammtar sem innihalda það magn kísils sem nægir daglegri þörf líkamans.

Nú starfa fimm manns hjá Geosilica sem hefur aðsetur á Ásbrú eins og fleiri frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtæki. Þegar er farið að huga að því að bjóða vöruna erlendis og hafa verið viðræður í gangi við breska aðila í því sambandi.

Kisilfæðubótaefni sem framleitt er af Geosilica á Ásbrú. Eiga að …
Kisilfæðubótaefni sem framleitt er af Geosilica á Ásbrú. Eiga að koma á markað á vegum Heilsu fyrir árslok 2014. Geosilica
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK