Netverslun færir tekjur úr landi

Íslendingar kaupa í ríkum mæli vörur á netinu og láta …
Íslendingar kaupa í ríkum mæli vörur á netinu og láta senda heim. mbl.is/Rósa Braga

„Verði regluverkið ekki virkjað þannig að íslenskum lögum sé fylgt í raun, munu Íslendingar í takmörkuðum mæli njóta tekna, viðskipta og skatttekna af aukinni netverslun,“ segir Jón Diðrik Jónsson, fjárfestir og framkvæmdastjóri Draupnis fjárfestingafélags.

Hann hélt erindi á fundi Landsbankans um fjárfestingartækifæri í verslun og þjónustu í gær.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jón Diðrik tvær leiðir koma til greina í framtíðinni eigi að takast að sporna við því að verslunin færist úr landi. Annars vegar óbreytt umhverfi þar sem lögum sé fylgt en nokkur vanhöld eru á eftirfylgni með lögum. Hins vegar sér hann fyrir sér leið þar sem farið sé að evrópskum reglum um netverslun, þar sem samkeppni innlendra og erlendra fyrirtækja sé sterk. „Þá spila fyrirtæki eftir sömu leikreglum, óháð uppruna. Í því felast gífurleg tækifæri fyrir neytendur og íslensk fyrirtæki sem og erlend.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK