Áverkar Schumachers vegna GoPro-vélar?

Hlutabréf í GoPro Inc féllu um tæplega 10% í dag í kjölfar þess að franskur blaðamaður sagði að ökuþórinn Michael Schumacher hefði hlotið alvarlega höfuðáverka vegna GoPro-myndavélar sem hann var með á höfðinu. Schumacher datt á skíðum í Ölpunum fyrir tæpu ári. Hann slasaðist lífshættulega. Fram hefur komið að hann hafi slegið höfðinu utan í stein í fallinu.

„Áverkar Michaels voru ekki vegna höggsins, heldur vegna GoPro-myndavélar sem hann var með á höfðinu. Hún skaðaði heila hans,“ sagði franski blaðamaðurinn Jean-Louis Moncet í viðtali á útvarpsstöðinni Europe 1 um helgina.

Fréttir hermdu að Moncet hefði talað við son Schumachers, Mick, en hann bar það sjálfur til baka í færslu á Twitter.

Schumacher slasaðist lífshættulega í frönsku Ölpunum 29. desember í fyrra. Honum var haldið sofandi þar til í júní. Hann fær nú hjúkrun á heimili sínu.

Talsmaður fyrirtækisins GoPro segir að verið sé að afla gagna um málið og nú sé staðfest að upplýsingarnar um áverkana hafi ekki komið frá fjölskyldumeðlimi.

Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu mikið í viðskiptum í dag. Mest lækkuðu þau um 16% en þegar mörkuðum var lokað var niðurstaðan sú að þau lækkuðu um 9,8%.

GoPro fór á markað í lok júní og hefur verðmæti fyrirtækisins þrefaldast síðan þá. Hlutabréf í öðrum sambærilegum fyrirtækjum lækkuðu einnig í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK