Foreldrar í vandræðum í vetrarfríi

Í Reykjavík hefst vetrarfrí í grunnskólum á föstudag auk þess …
Í Reykjavík hefst vetrarfrí í grunnskólum á föstudag auk þess sem frístundamiðstöðvar verða lokaðar. mbl.is/Jim Smart

Vetrarfrí hefst í grunnskólum á föstudag og eru flest frístundaheimili lokuð á meðan því varir með tilheyrandi vandræðum fyrir marga útivinnandi foreldra. 

Þjónustan er þó mismunandi eftir bæjarfélögum og eru frístundaheimili í Garðabæ til dæmis opin á meðan vetrarfríi stendur. „Við höfum verið gagnrýnin á það að ekki sé verið að mæta þörfum atvinnulífsins og í rauninni er verið að koma foreldrum í afar erfiða stöðu,“ segir Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins og bendir á að einnig mætti betur samræma frídaga í grunnskólum og leikskólum.

Við núverandi fyrirkomulag þurfa foreldrar að gera ráð fyrir því við töku sumarleyfis að eiga inni frídaga á veturna, eigi að nýta vetrarfrí barnanna til fjölskyldusamveru. „Svo kemur það niður á tekjum heimilisins ef maður fer að taka sér launalaust leyfi,“ segir Ragnar.

Stuðla að fjölskyldusamveru

Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar segir að alltaf sé erfitt að koma til móts við alla en vísar til þess að árið 2002 hafi pólitísk ákvörðun verið tekin í borgarráðssamþykkt um stuðla að samveru fjölskyldunnar fimm daga á ári - þ.e. þrjá daga á haustönn en tvo á vorönn. „Við viljum stuðla að þessum fjölskylduvettvangi,“ segir hún. „Þetta á að vera ákveðið upprót í lífi barnanna þar sem bæði haustönnin og vorönnin hafa verið að lengjast.“

Þá segir hún fulltrúa Reykjavíkurborgar hafa fundað með Samtökum atvinnulífsins og reynt að stuðla þannig að samhæfingu „en auðvitað kemur þetta alltaf við einhvern,“ segir Soffía. Hún segir að vel megi vera að um forræðishyggju sé að ræða en hugsunin þar að baki sé hins vegar góð. „Okkur berast mjög fáar kvartanir vegna þessa,“ segir hún.

Soffía bendir á að Reykjavíkurborg hafi skipulagt viðburði innan borgarinnar til þess að fjölskyldur geti gert sér glaðan dag án þess að það kosti nokkur fjárútlát. Til dæmis verður frítt í nokkrar sundlaugar, frítt á söfn og grillveislum slegið upp.

Tekin var ákvörðun um að stuðla að samveru fjölskyldunnar á …
Tekin var ákvörðun um að stuðla að samveru fjölskyldunnar á þessum frídögum. mbl.is/Sigurgeir
mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK