Nýsköpun og listir á Hlemmi

Á Hlemmi var nýverið opnað Setur skapandi greina. Fjölbreytt starfsemi fer nú fram á svæðinu í Tónlistarklasanum, Hellinum og Gasstöðinni. Þar vinna alls 94 manns að margvíslegum verkefnum á sviðum lista og hönnunnar.

Tónlistarklasinn er í 210 fermetrum og er þar búið að koma fyrir skrifstofum margra tónlistartengda frumkvöðla, líkt og Útón – Útflutningsskrifstofa tónlistarinnar, Iceland Airwaves og Tónverkamiðstöðvar Íslands. Þar við hliðin á opnaði nýverið „hellirinn “og hófst starfsemin þar nú í byrjun október þar sem aðilar úr ýmsum skapandi greinum eru saman í um 450 fermetra rými sem hannað hefur verið á afar skemmtilegan hátt en ennþá er hægt að sækja þar um rými.

Gasveita, brauðbakstur og listir

Í gömlu gasstöðinni eru nú hönnuðir á ýmsum sviðum sem vinna að margvíslegum verkefnum á sviði lista og hönnunar. Gasstöðin á sér langa sögu í Reykjavíkurborg og hefur gegnt ólíkum hlutverkum í gegnum árin. Nafnið kemur til af því að þar var starfrækt gasveita frá árinu 1910 til 1956. Þar var framleitt gas til eldunar og lýsingar úr innfluttum kolum. Vorið 1918 var þá tekinn til notkunar bökunarofn í Gasstöðinn en hann var settur ofan á annan gasgerðarofninn þannig að hægt væri að nýta hita sem annars færi til spillis. Þar var starfræktur brauðbakstur fram yfir seinni heimstyrjöldina.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands rekur nú fimm frumkvöðlasetur á höfuðborgarsvæðinu en setrið á Hlemmi var opnað í samstarfi við Reykjavíkurborg. Auk þess eru tvö í höfuðstöðvum þeirra á Keldnaholti, eitt í Kvosinni í Lækjargötu og annað í Strandgötu í Hafnarfirði.

Á frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar eru nú um 80 fyrirtæki með á annað hundrað starfsmenn sem vinna að afar fjölbreyttum viðskiptahugmyndum. Fyrirtæki sem eru með aðstöðu í húsakynnum frumkvöðlasetranna leigja þar skrifstofuaðstöðu gegn vægu gjaldi með aðgengi að fundaherbergjum og interneti þar sem þau fá faglega ráðgjöf og stuðning við framgang hugmynda sinna frá starfsfólki Nýsköpunarmiðstöðvarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK