A4 sektað um 200 þúsund

Neytendastofa hefur bannað Egilsson ehf., sem er rekstraraðili, A4 að nota fullyrðinguna „stærsti skiptibókamarkaður landsins“. Jafnframt hefur Neytendastofa lagt 200 þúsund kr. stjórnvaldssekt á fyrirtækið.

Egilsson ehf. braut gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með fullyrðingunni.

Neytendastofu barst kvörtun frá Pennanum vegna auglýsinga A4 um „stærsta skiptibókamarkaðinn“ sem birtist í fjölmiðlum í lok sumars 2014, að því er segir á vef Neytendastofu.

Fram kemur, að Penninn taldi að A4 hefði ekki getað sannað fullyrðinguna auk þess sem enginn fyrirvari eða útskýringar fylgdu henni. Vísaði Penninn til þess að félaginu hefði verið bönnuð notkun fullyrðingarinnar „stærsti skiptibókamarkaður á landinu“ en þar hefði A4 verið kvartandi.

Neytendastofa taldi fullyrðinguna brjóta gegn ákvæðum laga þar sem hún væri mjög afdráttarlaus og ekki vísað til þess hvaða stærðarviðmið átt væri við. A4 lagði ekki fram nein gögn til stuðnings fullyrðingu sinni og af þeim sökum var A4 bönnuð notkun fullyrðingarinnar.

Neytendastofa sektaði jafnframt A4 um 200.000 kr. þar sem félaginu átti að vera ljóst að skylt væri að færa sönnur á fullyrðinguna sérstaklega þar sem A4 hafi verið kvartandi í eldra máli þegar Pennanum hafi verið bönnuð notkun sambærilegrar fullyrðingar. 


Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK