Fékk nærri milljarð á Skeljungssölu

Skeljungur og P/F Magn voru seld fyrir 8 milljarða króna.
Skeljungur og P/F Magn voru seld fyrir 8 milljarða króna. mbl.is/Skeljungur

Halla Sigrún Hjartardóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins (FME), hagnaðist um liðlega 830 milljónir króna þegar gengið var frá sölu á Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn í lok árs 2013.

Félag í hennar eigu fór með 22% eignarhlut í Heddu eignarhaldsfélagi. Það félag átti 66% hlut í P/F Magn og 25% hlut í Skeljungi. Samtals nam hagnaður Heddu af sölu á hlutunum 3,8 milljörðum árið 2013, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ekki náðist í Höllu við vinnslu fréttaskýringarinnar en hún hefur neitað að hafa átt hlut í Skeljungi eða tengdum félögum. Halla Sigrún varð stjórnarformaður FME í desember 2013.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eignaðist Halla hlut í Heddu þegar hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, sem áttu þá P/F Magn og Skeljung á Íslandi, seldu 66% hlut í félaginu. Ásamt Höllu keyptu Einar Örn Ólafsson, þáverandi forstjóri Skeljungs, og Kári Þór Guðjónsson, ráðgjafi og fyrrverandi samstarfsfélagi Höllu og Einars í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, 22% hlut hvor um sig í félaginu. Við kaupin eignuðust þau meirihluta í P/F Magn.

Svanhildur og Guðmundur keyptu P/F Magn af þrotabúi Fons vorið 2009 og nam kaupverðið aðeins á þriðja hundrað milljónum, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Var félagið selt, ásamt Skeljungi, fyrir átta milljarða í árslok 2013.

Halla Sigrún Hjartardóttir stjórnarformaður FME.
Halla Sigrún Hjartardóttir stjórnarformaður FME.
Einar Örn Ólafsson,
Einar Örn Ólafsson,
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK