ISTV sankar að sér nýju efni

Skjáskot af vefsíðu ISTV

Stillimynd blasir nú einungis við á sjónvarpsstöðinni ISTV þar sem áhorfendur eru beðnir um að sýna velvild á meðan barnskóm stöðvarinnar er slitið. „Við erum að endurskipuleggja fyrirtækið og sanka að okkur efni,“ segir Þorsteinn Steingrímsson, stjórnarformaður ISTV. Útsendingar hefjast mögulega ekki aftur fyrr en um áramótin. 

Aðspurður hvort lokað hafi verið á útsendingar vegna fjárhagsörðuleika segir Þorsteinn svo ekki vera. „Vinnan sem nú er í gangi snýr aðallega að því að afla efnis sem hægt að fá eins ódýrt og mögulegt er og vinna stöðina út frá því. Þetta verður grasrótarstöð og sem allra minnst bundin af pólitík annars vegar og fjármagni hins vegar. Þar með hvorki RÚV né Stöð 2,“ segir Þorsteinn. Hann segir áhugamennsku á frjálsum fjölmiðli drífa starfsemina. „Þetta á ekki að vera áskriftarsjónvarp og ekki fáum við útvarpsgjald,“ segir Þorsteinn. „Þá þurfum við hvorki að borga útvarpsstjóra né öðrum toppum stórfé í laun,“ segir hann og ítrekar að stöðin verði ódýr í rekstri.

Gera ennþá betur

Einhverjir þættir snúa aftur er útsendingar hefjast á ný en öðrum verður skipt út. „Sumir þættir þóttu góðir en aðrir ekki. En það er ekki komin ákvörðun í því máli,“ segir Þorsteinn. Þá segir hann að nokkrir þættir séu enn ósýndir og eflaust verði reynt að semja við þáttagerðarfólkið sem stóð að góðu efni um endursýningarrétt.

„Við hefjum ekki útsendingar fyrr en við höfum visst magn af tilbúnu efni. Við munum taka okkur tíma í þetta og gera ennþá betur,“ segir hann.

Finna nýja hluthafa

Í september sl. hættu um fram­kvæmda­stjóri, markaðsstjóri og dag­skrár­stjóri sjón­varps­stöðvar­inn­ar störfum hjá ISTV, þ.e. þeir Jón E. Árna­son, Björn T. Hauks­son og Guðmund Tý Þór­ar­ins­son. Þorsteinn segir að ekki sé búið að ráða nýtt fólk í þeirra stað en það verði þó gert á næstunni. Þá þarf einnig að finna aðra hluthafa í þeirra stað og segir hann það einnig vera í burðarliðnum.

Starfsemi ISTV veltur að miklu leyti á auglýsingatekjum og var til að mynda þátturinn „Nenni ekki að elda“ sem var í stjórn Guðrúnar Veigu tekinn upp í eldhúsi í versluninni Ikea. Þorsteinn segir að unnið sé að því að ná sambærilegum samningum við önnur fyrirtæki. 

Frétt mbl.is: Sjónvarpsrásinni verður ekki lokað

Guðmundur Týr Þórarinsson, var dagskrárstjóri ISTV.
Guðmundur Týr Þórarinsson, var dagskrárstjóri ISTV. Valdís Þórðardóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK