Prenta „selfies“ beint úr símanum

Prynt hulstrið fer í almenna sölu eftir áramót.
Prynt hulstrið fer í almenna sölu eftir áramót. Skjáskot af vefsíðu Prynt

Franskt nýsköpunarfyrirtæki sem kallast Prynt hefur hannað snjallsímahulstur sem jafnframt er prentari. Hulstrið kostað 99 dollara og hægt er að prenta út myndir beint úr símanum, hvar sem er og hvenær sem er, á um fimmtíu sekúndum. Er þetta kallað „Polaroid næstu kynslóðar“.

Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins passar þó einungis einn ljósmyndapappír í hulstrið á hverjum tíma. Unnið er þó að því að betrumbæta græjuna og er gert ráð fyrir að allt að þrjátíu pappírar muni passa í hulstrið í einu lagi.

Hafið var að hanna hulstrið í janúar sl. og fer það í almenna sölu í byrjun næsta árs.

Stefnt er að því að hulstrið verði til í nokkrum stærðum og á að auka afkastagetu þess enn frekar þannig að hægt verði að prenta myndirnar á einungis þrjátíu sekúndum.

Business Insider greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK