Ríkið getur tæmt þrotabúin

Ríkið gæti herjað á föllnu bankanna með skattlagningu.
Ríkið gæti herjað á föllnu bankanna með skattlagningu.

Ríkissjóður gæti með skattlagningu herjað á eignamikil þrotabú, líkt og hina föllnu viðskiptabanka, og tæmt þau þannig að aðrir kröfuhafar sætu eftir með sárt ennið.

Þetta kemur fram í grein sem Guðbjörg Þorsteinsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri á skatta- og lögfræðisviði Deloitte skrifar í Viðskiptamoggann í dag. Þar segir hún að útgönguskatturinn svonefndi væri kannski óþarfur ef Ríkisskattstjóri gengur fram með annarri skattlagningu.

Skatturinn gengur framar öðrum kröfum

Þegar skuldir þrotabús eru umfram eignir telst mismunurinn til skattskyldar eftirgjafar og ber samkvæmt því 36 prósent tekjuskatt. Þetta á þó aðeins við um lögaðila í atvinnurekstri þar sem einstaklingar eru undanþegnir þessu samkvæmt tekjuskattslögum.

Skattlagning sem þessi fellur til á meðan gjaldþrotaskiptum stendur og telst því búskrafa, sem gengur framar forgangskröfum og almennum kröfum. Er þetta vegna þess að litið er á skattinn sem hluta skiptakostnaðar.

Allar eignir í ríkissjóð

Til frekari útskýringar nefnir Guðbjörg sem dæmi þrotabú sem á eignir samtals að verðmæti 10 milljónir króna. Skuldir búsins nema hins vegar 45 milljónum. Þá myndi leggjast 36% tekjuskattur á 35 milljónir, eða mismuninn. Þyrfti þrotabúið samkvæmt þessu að greiða alls 12,6 milljónir króna í tekjuskatt.

Þar með myndi álagður tekjuskattur vegna eftirgjafarinnar vera hærri en sem næmi eignum búsins og allar eignir þrotabúsins, að frátöldum öðrum skiptakostnaði, rynnu þar með í ríkissjóð

Á þetta hefur þó ekki ennþá reynt, en samkvæmt þessu telur Guðbjörg að fjölmörg þrotabú gætu staðið frammi fyrir gríðarlegri skattlagningu og þar með upptöku allra eigna sinna á kostnað annarra kröfuhafa.

Guðbjörg Þorsteinsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri á skatta- og lögfræðisviði Deloitte.
Guðbjörg Þorsteinsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri á skatta- og lögfræðisviði Deloitte.
mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK