Verðbólgan komin niður í 1%

Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Flugstöð Leifs Eiríkssonar mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,52% í nóvember og mælist tólf mánaða verðbólga nú aðeins 1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,5% sem jafngildir 2% verðhjöðnun á ári.

Verðbólga, mæld á tólf mánaða tímabili, hefur ekki verið jafn lítil á Íslandi í sextán ár eða frá því í október 1998 er hún mældist 0,9%.

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í nóvember 2014 er 421,0 stig (maí 1988=100) og lækkaði um 0,52% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 393,4 stig og lækkaði um 0,61% frá október, samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands.

Flugfargjöld lækkuðu um 17,3%

Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 17,3% (áhrif á vísitöluna -0,25%) og verð á bensíni og olíum lækkaði um 2,6% (-0,10%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,0% og vísitalan án húsnæðis hefur lækkað um 0,3%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,5% sem jafngildir 2,0% verðhjöðnun á ári (4,0% verðhjöðnun fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í nóvember 2014, sem er 421,0 stig, gildir til verðtryggingar í janúar 2015. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 8.313 stig fyrir janúar 2015.

Innlendar vörur og grænmeti hafa lækkað um 0,7% á milli mánaða. Búvörur og grænmeti hafa lækkaðu m 2,2% en innlendar vörur án búvöru hafa hækkað um 0,8%. Innfluttar vörur lækkuðu um 2,3% á milli október og nóvember en innfluttar vörur án áfengis og tóbaks hafa lækkað um 2,8%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK