Kreppa í Rússlandi á næsta ári

Vladímír Pútín forseti Rússlands.
Vladímír Pútín forseti Rússlands. AFP

Stjórnvöld í Rússlandi vöruðu í dag við kreppu á næsta ári þar sem búið er við 0,8 prósent samdrætti. Spár höfðu áður gert ráð fyrir 1,2 prósent hagvexti en viðskiptaþvinganir vegna ástandsins í Úkraínu og hríðfallandi olíuverð hafa haft slæm áhrif á efnahag landsins. Þar sem skatttekjur af olíunni skipta stóran hluta í ríkiskassanum hafa verðbreytingar mikil áhrif.

Talið er að ráðstöfunartekjur heimilanna muni dragast saman um allt að 2,8 prósent en í fyrri spá hafði verið gert ráð fyrir 0,4 prósent vexti.

Þessi kúvending á efnahagsspá landsins er í fyrsta skipti sem stjórnvöld viðurkenna að efnahagur landsins muni dragast saman. Í gær féll rússneska rúblan um níu prósent í verði en gengisfallið hefur ekki verið svo skarpt á einum degi frá árinu 1998. Alls hefur verðmæti rúblunnar dregist saman um 40 prósent á árinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK