„Á þetta að færast í gamla farið?“

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, til hægri á myndinni. Hann …
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, til hægri á myndinni. Hann gerði framtíð Bankasýslu ríkisins að umtalsefni úr ræðustól á Alþingi í dag. mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, segir að svo virðist sem að ríkisstjórnin ætli að leggja niður starfsemi Bankasýslu ríkisins og færa eignarhald og annað sem tengist starfseminni inni í fjármálaráðuneytið. 

Steingrímur sagði á Alþingi í dag, að ekki væri að sjá að fjárveitingar til handa Bankasýslunni væru tryggðar í fjárlögum næsta árs. Vissulega hefðu lög um stofnunina gert ráð fyrir að Bankasýslan starfaði í fimm ár, en hann spurði hvort það væri tímabært og skynsamlegt að leggja starfsemina niður og fara með eignarhald ríkisins á bönkum í „gamla farið“, þ.e. inn í fjármálaráðuneytið. 

Hann tók fram, að fjármálaráðuneytið væri jafnframt ráðuneyti fjármálamarkaðarins og hefði þ.a.l. eftirlit með honum. Það væri því vandasamt fyrir ríkið að vera bæði eigandi stærsta banka landsins, auk þess að eiga hluti í öðrum bönkum og sparisjóðum, en hafa jafnframt eftirlit með þeim.

„Falli lögin um Bankasýslu ríkisins úr gildi, eða verði hætt að starfa samkvæmt þeimi, þá hverfur sú stjórn, faglega skipuð sem verið hefur yfir Bankasýslunni, og það hverfur það fyrirkomulag sem þar er búið um í lögum að óháð valnefnd skulil tilnefna fulltrúa ríkisins í stjórnir banka og sparisjóða, í bankaráðum,“ sagði Steingrímur og bætti við að valdið myndi annars færast í hendur fjármálaráðherra. 

Steingrímur tók fram, að það stæði til að undirbúa sölu á einhverjum af eignarhlutum ríkisins. Í dag sé það hlutverk í höndum Bankasýslunnar sem fagstofnunar á þessu sviði. 

„Á þetta nú allt að færast í gamla farið, án nokkurrar armslengdarsjónarmiða, inn í ráðuneytið, án þess að mér sé kunnugt um að fjármálaráðuneytið hafi á nokkurn hátt breytt skipulagi sínu eða búið sig undir að fara með þetta eigandahlutverk,“ sagði hann og bætti við að það væri óumflýjanlegt að Alþingi ræði málið áður en menn standi fyrir gerðum hlut.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK