Eingöngu til að draga málið á langinn

Ólafur Magnússon er framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú.
Ólafur Magnússon er framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú. mbl.is/Eyþór

Forsvarsmenn Mjólkurbúsins Kú lýsa furðu sinni á að Mjólkursamsalan í Reykjavík skuli hafa leynt samningi, sem fyrirtækið segist nú hafa gert við Kaupfélags Skagfirðinga, þar til við loka málflutning fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála. 

Þetta kemur fram í athugasemd sem mjólkurbúið hefur sent vegna niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Hún er svohljóðandi:

„Forsvarsmenn Mjólkurbúsins Kú lýsa furðu sinni á að Mjólkursamsalan í Reykjavík skuli hafa leynt samningi, sem fyrirtækið segist nú hafa gert við Kaupfélags Skagfirðinga, þar til við loka málflutning fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Þessi vinnubrögð eru eingöngu til þess fallin að draga málið á langinn og vekja spurningar um hvort fleiri leyniskjöl eigi eftir að koma fram. Mjólkurbúið ber fyllsta traust til Samkeppniseftirlitsins og treystir því til að ljúka rannsókn málsins fljótt og vel til hagsbótar fyrir íslenska neytendur. Mjólkurbúið leggur áherslu á að í þeirri viðbótar rannsókn sem nú verður ráðist í verði staða Mjólkursamsölunnar rannsökuð til hlítar, þar á meðal hvort fyrirtækið geti talist afurðastöð í skilningi búvörulaga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK