Metatvinnuleysi í Frakklandi

Forseti Frakklands, Francois Hollande.
Forseti Frakklands, Francois Hollande. AFP

Tæplega 3,5 milljónir manna eru án atvinnu í Frakklandi samkvæmt opinberum tölum sem birtar voru í gær en þær miðast við nóvember. Miðað er við þá sem þiggja atvinnuleysisbætur.

Fram kemur í frétt AFP að atvinnulausum hafi fjölgað um 27.400 manns frá október eða um 0,8%. Sé miðað við nóvember í fyrra hefur atvinnuleysið aukist um 5,8%. Atvinnuleysi í landinu hefur ekki mælst jafn hátt áður segir í fréttinni.

Minna atvinnuleysi hefur verið eitt af helstu stefnumálum Francois Hollande, forseta Frakklands, en þrátt fyrir að kjörtímabil hans sé rúmlega hálfnað hefur það ekki tekist. Fram kemur í fréttinni að forsenda þess að atvinnuleysi minnki sé hagvöxtur upp á 1,5% í það minnsta en vöxtur í frönsku efnahagslífi sé hins vegar varla merkjanlegur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK